Heim

Guðmundur Bjarni Sigurðsson

29. desember 2017

Voda­fone viður­kenn­ingar frá CSS Design Awards

Þó við vinnum öll af ástríðu og ákveðni af að gera internetið fallegra og ætlumst aldrei til verðlauna og viðurkenninga verður að viðurkennast (mörg v) að fá einmitt það fyrir vinnu okkar með Vodafone á Íslandi er bara æðislegt.

Eins og við komum inn á í case stúdíunni um Vodafone og hvernig sú vefhönnun var gjöful og gefandi þá er þetta smá rós í hnappagatið fyrir allt saman.

Verðlaunin sem Vodafone verkefnið hlaut voru 3:

  • UX design (notendaupplifunar hönnun)
  • UI design (viðmótshönnun)
  • Innovation (þýðum það bara sem nýsköpun í hönnun)

CSS Design Awards Vodafone Iceland

Sjáið tilnefninguna á CSS Design Awards hér og aðra frábæra vefhönnun.

Hvað eru CSS Design Awards?

Stofnað 2009 og fyrst veitt 2010, CSS Design Awards er alþjóðlegur verðlaunavettvangur fyrir vefhönnun og þróun sem heiðrar hönnuði, hönnunarstofur og vefstofur fyrir framúrskarandi viðmót, upplifun og þróun.

Þess ber að geta að undirritaður er dómari á CSSDA en mátti ekki kjósa 🙂

Kosmos og kaos vefhönnun Vodafone
Vefur Vodafone sem hlaut 3 viðurkenningar frá CSS Design Awards