Heim

Inga Birna Ragnarsdóttir

24. maí 2018

Arion banki hlýtur alþjóðleg verð­laun

Arion banki hlaut á dögunum verðlaun fagtímaritsins Retail Banker International fyrir byltingarkenndustu nýjung í bankaþjónustu á árinu (e. Most Disruptive Innovation of the Year). Verðlaunin voru veitt fyrir rafrænt íbúðalánaferli bankans en Arion banki býður upp á greiðslumat á aðeins örfáum mínútum og rafræn íbúðalán með þægilegri hætti en áður hefur þekkst. Þessi nýjung hefur skapað Arion banka sérstöðu á íbúðalánamarkaði.

Bankinn keppti við stór fjármálafyrirtæki á borð við Santander, Nordea og RBC en aðeins tveir bankar fengu fleiri tilnefningar. Verkefnin, sem Arion banki var tilnefndur fyrir, voru:

  • Rafrænt íbúðalánaferli í flokknum besta tækni gagnvart viðskiptavinum (e. Best Customer Facing Technology)
  • Greiðslumat á þremur mínútum í flokknum upplýsingatækninýjung ársins (e. Best IT Transformation)
  • Rafrænt íbúðalánaferli í flokknum byltingarkenndasta nýjung ársins (e. Most Disruptive Innovation of the Year)
  • Rafrænt íbúðalánaferli í flokknum besta umbreyting á þjónustu (e. Best Service Innovation)
  • Stafræn framtíð í flokknum besta umbreyting í upplýsingatækni (e. IT Innovation of the Year)

Arion banki og Kosmos & Kaos hófu afar farsælt samstarf í apríl 2016.  Kosmos & Kaos hefur þannig unnið að hönnun á öllum þeim stafrænu vörum sem bankinn hefur þróað ásamt forritun þegar það á við.  Arion banki hefur verið í fararbroddi íslenskra fyrirtækja til að gera stafrænni þróun hærra undir höfði með því að skipuleggja sérstaka deild innan bankans “Stafræn viðskipti” með það eina markmið að þróa stafrænt vöruframboð.

Við erum afar stolfur samstarfsaðili Arion banka og samgleðjumst þeim með mjög svo verðskulduð verðlaun.